Tuesday

The Shawshank Redemption


Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og er ein af mjög fáum myndum sem ég get hroft á aftur og aftur. Myndin verður líka eiginlega bara betri í hvert skiptið. Ég var að horfa á hana í þriðja skiptið núna um daginn. Mér finnst myndin alltaf einkennast af góðum leik og þá sérstaklega finnst mér Morgan Freeman góður. Einnig var illi fangelsisvörðurinn mjög góður. Þegar líður á myndina finnst manni fangelsið nánast vinalegt. Andy og félagar eru allir orðnir lífstíðarvinir enda búnir að þekkjast margir mjög lengi. Endirinn er líka svo skemmtilegur og virkilega fullnægjir áhorfandanum.