Tuesday

The Shawshank Redemption


Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og er ein af mjög fáum myndum sem ég get hroft á aftur og aftur. Myndin verður líka eiginlega bara betri í hvert skiptið. Ég var að horfa á hana í þriðja skiptið núna um daginn. Mér finnst myndin alltaf einkennast af góðum leik og þá sérstaklega finnst mér Morgan Freeman góður. Einnig var illi fangelsisvörðurinn mjög góður. Þegar líður á myndina finnst manni fangelsið nánast vinalegt. Andy og félagar eru allir orðnir lífstíðarvinir enda búnir að þekkjast margir mjög lengi. Endirinn er líka svo skemmtilegur og virkilega fullnægjir áhorfandanum.

3 comments:

Siggi Palli said...

2 stig.

Þú verður aðeins að bæta í skrifin.

Anton Örn Elfarsson said...

Epík, hvílíkur ópus til Shawshank Redemption, Ódysseifskviða Hómers fellur í skuggann af þessari... þessari stórfelldu snilld. Aldrei hafa orð verið notuð á þvílíkan hátt:
"Einnig var illi fangelsisvörðurinn mjög góður".

kv. Pétur

andri g said...

ég spyr samt hvað jói gæti mögulega gert næst til þess að toppa þetta. þetta er dálítið eins og þegar bítlarnir gáfu út sgt. pepper's.