Friday

USA vs. Al-arian

Þessi mynd er eins og ísköld, blaut tuska, beint í andlitið! Það er sárt og maður verður reiður og maður vill hefna sín. Myndin fjallar um fjölskyldufaðir sem er stungið í steininn fyrir grun um að vera hryðjuverkamaður. Hann er búinn að búa í Bandaríkjunum í u.þ.b 30 ár og er háskólaprófessor. Hann á konu og fimm börn þegar þetta gerist og myndin fjallar um þetta ferli og áhrifin á fjölskylduna. Í gegnum alla myndina skýn sakleysi mannsins í gegn. Hann er, eftir þrjú ár, dæmdur saklaus í öllum liðum ákærunnar en er samt ekki sleppt úr haldi.



Myndin er eðalheimildamynd. Flæðið er gott og það heppnast einstaklega vel að koma tilfinningunum til skila. Myndin hlaut titilinn besta heimildamyndin á norsku panoramahátíðinni og fékk einnig tilnefningu til bestu myndarinnar.

Heimildamyndirnar

Jæja.. Þetta reddaðist allt saman og ég fór í bíó á þriðjudaginn síðasta. Ég fór að sjá heimildamyndapakkann sem byrjaði klukkan þrjú. Ég verð að segja að ég varð fyrir smávægilegum vonbrigðum en þótti þó hin fínasta skemmtun.


Mér fannst "Magapína" frekar furðuleg mynd. Hún var þó fræðandi. Mér fannst sérlega skrýtið að sjá lækninn grauta í magainnihaldi beljunnar með berum höndum inn um gat á síðu beljunnar. Hún var stutt og þægileg.






"Sagan af Holger Cahill" var fínasta mynd. Hún var frekar í lengri kantinum en mjög merkileg. Mér finnst alveg magnað að íslendingur skuli hafa haft svona djúpstæð áhrif á myndlist í Bandaríkjunum. Myndin var virkilega áhugaverð þó hún hafi verið langdregin.





Mér fannst "Ketill" sísta myndin. Hún var langdregin og frekar innihaldslítil fannst mér. Reyndar var viss léttur blær yfir henni sem mér fannst hafa góð áhrif. Myndin sagði ekki nóg frá manninum fannst mér. Maður fékk á tilfinninguna að hann væri létt-klikkaður en ég velti því fyrir mér alveg frá byrjun myndarinnar af hverju hann hefði atvinnu.



"Kjötborg" var tvímælalaust besta myndin. Hún var hlý og þægileg og viss sorgarandi var yfir myndinni. Ótrúlegt fannst mér að sjá hvað það er mikill munur á þessari persónulegu þjónustu sem var svo mikið áður og þeirri þjónustu sem maður er vanur í dag. Það er haf og himinn á milli þessa hlýlega viðmóts og útlendingunum í 10-11 sem kunna ekki orð í íslensku nema "strimilinn?" og "nótu?".

Sunday

Vandræði

Jæja þá er komið að því.. fyrsta heimavinna vetursins var ekki erfið (veturinn byrjar vel!). Þar sem ég átti nú þegar Google account þurfti ég ekki að ganga í gegn um nema tvö skref af og bloggið var komið upp.

En já.. ég er í smávægilegum vandræðum. Ég er búinn að festa sumarlaunin í sparnaði og er búinn með peninginn sem ég ætlaði mér að eiga út þennann mánuð. Þar sem heimavinnann krefst tíma og peninga þá sé ég varla fram á að geta farið á eina einustu mynd. Öll von er þó ekki úti enn.. það ætti að vera hægt að redda einhverjum pening. Ég var ánægður með að sjá að íslensku heimildamyndirnar eru sýndar aftur á þriðjudaginn. Þær vöktu mestann áhuga hjá mér af myndunum á listanum. Það gæti verið að myndirnar frá Cannes séu góðar og ef aðstæður leyfa þá kíkji ég á þær.