Friday

USA vs. Al-arian

Þessi mynd er eins og ísköld, blaut tuska, beint í andlitið! Það er sárt og maður verður reiður og maður vill hefna sín. Myndin fjallar um fjölskyldufaðir sem er stungið í steininn fyrir grun um að vera hryðjuverkamaður. Hann er búinn að búa í Bandaríkjunum í u.þ.b 30 ár og er háskólaprófessor. Hann á konu og fimm börn þegar þetta gerist og myndin fjallar um þetta ferli og áhrifin á fjölskylduna. Í gegnum alla myndina skýn sakleysi mannsins í gegn. Hann er, eftir þrjú ár, dæmdur saklaus í öllum liðum ákærunnar en er samt ekki sleppt úr haldi.



Myndin er eðalheimildamynd. Flæðið er gott og það heppnast einstaklega vel að koma tilfinningunum til skila. Myndin hlaut titilinn besta heimildamyndin á norsku panoramahátíðinni og fékk einnig tilnefningu til bestu myndarinnar.

1 comment:

Siggi Palli said...

Stutt og hnitmiðuð færsla. 3 stig.