Sunday

Vandræði

Jæja þá er komið að því.. fyrsta heimavinna vetursins var ekki erfið (veturinn byrjar vel!). Þar sem ég átti nú þegar Google account þurfti ég ekki að ganga í gegn um nema tvö skref af og bloggið var komið upp.

En já.. ég er í smávægilegum vandræðum. Ég er búinn að festa sumarlaunin í sparnaði og er búinn með peninginn sem ég ætlaði mér að eiga út þennann mánuð. Þar sem heimavinnann krefst tíma og peninga þá sé ég varla fram á að geta farið á eina einustu mynd. Öll von er þó ekki úti enn.. það ætti að vera hægt að redda einhverjum pening. Ég var ánægður með að sjá að íslensku heimildamyndirnar eru sýndar aftur á þriðjudaginn. Þær vöktu mestann áhuga hjá mér af myndunum á listanum. Það gæti verið að myndirnar frá Cannes séu góðar og ef aðstæður leyfa þá kíkji ég á þær.

No comments: