Friday

Heimildamyndirnar

Jæja.. Þetta reddaðist allt saman og ég fór í bíó á þriðjudaginn síðasta. Ég fór að sjá heimildamyndapakkann sem byrjaði klukkan þrjú. Ég verð að segja að ég varð fyrir smávægilegum vonbrigðum en þótti þó hin fínasta skemmtun.


Mér fannst "Magapína" frekar furðuleg mynd. Hún var þó fræðandi. Mér fannst sérlega skrýtið að sjá lækninn grauta í magainnihaldi beljunnar með berum höndum inn um gat á síðu beljunnar. Hún var stutt og þægileg.






"Sagan af Holger Cahill" var fínasta mynd. Hún var frekar í lengri kantinum en mjög merkileg. Mér finnst alveg magnað að íslendingur skuli hafa haft svona djúpstæð áhrif á myndlist í Bandaríkjunum. Myndin var virkilega áhugaverð þó hún hafi verið langdregin.





Mér fannst "Ketill" sísta myndin. Hún var langdregin og frekar innihaldslítil fannst mér. Reyndar var viss léttur blær yfir henni sem mér fannst hafa góð áhrif. Myndin sagði ekki nóg frá manninum fannst mér. Maður fékk á tilfinninguna að hann væri létt-klikkaður en ég velti því fyrir mér alveg frá byrjun myndarinnar af hverju hann hefði atvinnu.



"Kjötborg" var tvímælalaust besta myndin. Hún var hlý og þægileg og viss sorgarandi var yfir myndinni. Ótrúlegt fannst mér að sjá hvað það er mikill munur á þessari persónulegu þjónustu sem var svo mikið áður og þeirri þjónustu sem maður er vanur í dag. Það er haf og himinn á milli þessa hlýlega viðmóts og útlendingunum í 10-11 sem kunna ekki orð í íslensku nema "strimilinn?" og "nótu?".

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágætis færsla. 5 stig.