Saturday
Spirited Away
Spirited away er japönsk anime-mynd sem ég sá fyrst fyrir u.þ.b. tveimur árum. Ég verð að viðurkenna að í fyrstu leist mér ekki vel á hana. Mér fannst pirrandi hversu hratt sagan vatt ofan af sér og ég fílaði heldur ekki alveg aðalpersónuna, Chihiro. Þegar hins vega líður á myndina breyttist þetta álit því myndin er bæði mjög falleg og dregur áhorfandann inn í magnaðan ævintýraheim. Myndin var gerð árið 2001 af Studio Ghibli sem er anime studio í Japan. Hayao Miyazaki skrifaði myndina og leikstýrði henni en hann er frægur anime leikstjóri og hefur leikstýrt mörgum frægum anime myndum. Árið 2002 vann myndin Óskarsverðlaun fyrir "Best Animated Feature" eða bestu teiknimyndina.
Myndin segir frá Chihiro sem er 10 ára dekruð nútíma japönsk stelpa sem er að flytja með foreldrum sínum. Á leiðinni í nýja húsið villast þau og koma að stórri gamalli byggingu sem falin er á milli trjáa inni í skóginum. Þau ganga inn í bygginguna inn um dimm göng til að forvitnast um hvað sé á hinum enda ganganna. Þar virðist svo vera gamall og yfirgefinn skemmtigarður. Þau ganga lengra inn í skemmtigarðinn sem virðist algerlega yfirgefin. Þegar þau koma að götu með veitingahúsum sjá þau að þar eru borðin drekkhlaðin af nýelduðum mat. Chihiro er smeyk við þennan yfirgefna stað og neitar að snerta matinn en foreldrar hennar setjast og troða í sig. Á meðan röltir Chihiro aðeins frá þeim og hittir strák. Strákurinn virðist kannast við hana og um leið og hann sér hana bregður honum og skipar henni að flýja samstundis með foreldrum sínum. Chihiro verður hrædd og hleypur af stað en það er um seinann. Hún kemst að því að foreldrar hennar hafa breyst í svín og leiðin að útgangnum er orðin að risavöxnu fljóti. Strákurinn kemur henni svo til hjálpar og hún lærir smátt og smátt að þrífast í þessum nýja undarlega heimi.
Myndin er talin vera táknsaga og tákna þroska mannsins frá barni til fullorðins. Í upphafi er Chihiro dæmigerður nútíma, dekraður krakki sem hefur alltaf fengið allt upp í hendurnar og aldrei þurft að leggja hart að sér. Þegar líður svo á myndina þroskast hún og lærir ýmislegt eins og að elska og að vinna. í myndinni er líka mjög falleg tónlist og hefur hún hlotið ýmis verðlaun. Myndin var gefin út upprunalega í Japan en hefur verið þýdd og er hægt að nálgast hana á DVD með ensku tali.
Hér er trailerinn:
Monday
Adams Æbler
Ég horfði fyrst á þessa mynd í sjónvarpinu þegar hún var sýnd á rúv. Hún var kynnt sem svört kómedía um nýnasista sem dvelur hjá presti og sinnir samfélagsþjónustu. Þar að auki var myndin á dönsku. Ég var lítt hrifinn í fyrstu og bjóst hreinlega við því að þetta væri óáhorfanleg mynd. Þar sem ég var að passa litla bróður minn það kvöldið sem var sofandi í stofunni hjá sjónvarpinu beið ég þangað til að myndin byrjaði. Hún byrjaði á áhugaverðan hátt og það endaði á því að ég sat alla myndina og horfði. Ég er ævinelga þakklátur því að hafa nennt að gera það því þetta er tvímælalaust með betri myndum sem ég hef séð.
Myndin byrjar á því að Adam Pedersen, nýnasisti, stígur út úr rútunni og Ivan prestur kemur á bílnum sínum að sækja hann. Adam er alveg sköllóttur og með hakakrossinn húðflúraðann á hendina á sér og með reiðilegan svip þegar Ivan byrjar að tala við hann. Adam svarar honum ekki þegar Ivan reynir að tala við hann heldur bara eltir hann inn í bíl og þeir keyra af stað. Þegar komið er að kirkjunni kemur í ljós að hjá prestinum eru tveir aðrir afbrotamenn að afplána samfélagsþjónustu, annar fyrrum kynferðisafbrotamaður og tennismeistari og hinn innflytjandi frá Sádí-Arabíu sem stungið var inn fyrir rán á bensínstöðvum. Bæði afbrotamennirnir og presturinn virðast eiga við geðræn vandamál að stríða og er það meðal annars það sem gerir myndina mjög fyndna.
Snemma í sögunni bætist við persóna sem er kona sem er ólétt og á við drykkjuvandamál að stríða. 60% líkur eru taldar á því að barn hennar verði þroskaheft þegar það fæðist og hún íhugar í sífellu að fara í fóstureyðingu. Stórt eplatré er í garði kirkjunnar og spilar það stóran part í myndinni. Í upphafi dvalar Adams setur presturinn honum markmið sem hann á að ná og er það hluti af betrunarferli Adams. Presturinn spyr hann hvað hann vilji hafa sem markmið og Adam svarar tómri þvælu og gerir grín af prestinum. Hinsvegar tekur Ivan þessu alvarlega og setur Adam það markmið að baka eplaköku með eplum af trénu í garðinum. Tréð í garðinum verður hinsvegar í sífellu fyrir skakkaföllum og telur presturinn það vera prófun á þrautseygju Adams.
Ivan prestur er sérstakur á þann hátt að hann sér einungis jákvæða hlið á öllu sem gerist, hvað sem það er. Í ljós kemur svo að hann hafði átt erfitt uppdráttar og meðal annars misst konuna sína. Aðspurður að þessu svarar hann því að guð sé alltaf að prófa dyggð mannsins með þrekraunum og áföllum. Adam sér hinsvegar bara það slæma og reynir hvað hann getur að keyra sín sjónarmið í gegn. Adam er bitur maður og reynir allt hvað hann getur að láta Ivan prest sjá hið slæma í tilverunni og endar það á því að hann beitir til þess ofbeldi.
Eftir því sem myndin þróast verður hún meira spennandi og áhorfandinn sogast inn í atburðarásina. Myndin er einnig hjartnæm og í henni er kolsvartur húmor. Í myndinni eru líka skemmtilegar persónur eins og Dr. Kolberg sem er læknir í nágrenninu sem sögupersónurnar fara til þegar á lækni er þörf. Hann virðist vera mjög hæfur sem læknir á þann hátt að hann virðist kunna sitt fag. Hinsvegar er hann kaldhæðinn og virðist enga samúð hafa með sjúklingum sínum. Einnig er mjög gaman af Khalid (innflytjandinn sem rændi bensínstöðvar) en hann er mjög orðljótur og gerir allt í sínu valdi til að klekkja á bensínstöðvakeðjunni Statoil. Khalid er sannfærður um að þeir hafi komið föður sínum á hausinn með því að hafa af honum landsvæði sem voru mikils virði sökum 0líu, í Sádí-Arabíu.
Ég mæli tvímælalaust með þessari mynd fyrir alla. Sjálfur er ég búinn að horfa á hana tvisvar og í bæði skiptin fengið hroll af hrifningu.
Hér er trailer-inn fyrir myndina
Myndin byrjar á því að Adam Pedersen, nýnasisti, stígur út úr rútunni og Ivan prestur kemur á bílnum sínum að sækja hann. Adam er alveg sköllóttur og með hakakrossinn húðflúraðann á hendina á sér og með reiðilegan svip þegar Ivan byrjar að tala við hann. Adam svarar honum ekki þegar Ivan reynir að tala við hann heldur bara eltir hann inn í bíl og þeir keyra af stað. Þegar komið er að kirkjunni kemur í ljós að hjá prestinum eru tveir aðrir afbrotamenn að afplána samfélagsþjónustu, annar fyrrum kynferðisafbrotamaður og tennismeistari og hinn innflytjandi frá Sádí-Arabíu sem stungið var inn fyrir rán á bensínstöðvum. Bæði afbrotamennirnir og presturinn virðast eiga við geðræn vandamál að stríða og er það meðal annars það sem gerir myndina mjög fyndna.
Snemma í sögunni bætist við persóna sem er kona sem er ólétt og á við drykkjuvandamál að stríða. 60% líkur eru taldar á því að barn hennar verði þroskaheft þegar það fæðist og hún íhugar í sífellu að fara í fóstureyðingu. Stórt eplatré er í garði kirkjunnar og spilar það stóran part í myndinni. Í upphafi dvalar Adams setur presturinn honum markmið sem hann á að ná og er það hluti af betrunarferli Adams. Presturinn spyr hann hvað hann vilji hafa sem markmið og Adam svarar tómri þvælu og gerir grín af prestinum. Hinsvegar tekur Ivan þessu alvarlega og setur Adam það markmið að baka eplaköku með eplum af trénu í garðinum. Tréð í garðinum verður hinsvegar í sífellu fyrir skakkaföllum og telur presturinn það vera prófun á þrautseygju Adams.
Ivan prestur er sérstakur á þann hátt að hann sér einungis jákvæða hlið á öllu sem gerist, hvað sem það er. Í ljós kemur svo að hann hafði átt erfitt uppdráttar og meðal annars misst konuna sína. Aðspurður að þessu svarar hann því að guð sé alltaf að prófa dyggð mannsins með þrekraunum og áföllum. Adam sér hinsvegar bara það slæma og reynir hvað hann getur að keyra sín sjónarmið í gegn. Adam er bitur maður og reynir allt hvað hann getur að láta Ivan prest sjá hið slæma í tilverunni og endar það á því að hann beitir til þess ofbeldi.
Eftir því sem myndin þróast verður hún meira spennandi og áhorfandinn sogast inn í atburðarásina. Myndin er einnig hjartnæm og í henni er kolsvartur húmor. Í myndinni eru líka skemmtilegar persónur eins og Dr. Kolberg sem er læknir í nágrenninu sem sögupersónurnar fara til þegar á lækni er þörf. Hann virðist vera mjög hæfur sem læknir á þann hátt að hann virðist kunna sitt fag. Hinsvegar er hann kaldhæðinn og virðist enga samúð hafa með sjúklingum sínum. Einnig er mjög gaman af Khalid (innflytjandinn sem rændi bensínstöðvar) en hann er mjög orðljótur og gerir allt í sínu valdi til að klekkja á bensínstöðvakeðjunni Statoil. Khalid er sannfærður um að þeir hafi komið föður sínum á hausinn með því að hafa af honum landsvæði sem voru mikils virði sökum 0líu, í Sádí-Arabíu.
Ég mæli tvímælalaust með þessari mynd fyrir alla. Sjálfur er ég búinn að horfa á hana tvisvar og í bæði skiptin fengið hroll af hrifningu.
Hér er trailer-inn fyrir myndina
Tuesday
The Shawshank Redemption
Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og er ein af mjög fáum myndum sem ég get hroft á aftur og aftur. Myndin verður líka eiginlega bara betri í hvert skiptið. Ég var að horfa á hana í þriðja skiptið núna um daginn. Mér finnst myndin alltaf einkennast af góðum leik og þá sérstaklega finnst mér Morgan Freeman góður. Einnig var illi fangelsisvörðurinn mjög góður. Þegar líður á myndina finnst manni fangelsið nánast vinalegt. Andy og félagar eru allir orðnir lífstíðarvinir enda búnir að þekkjast margir mjög lengi. Endirinn er líka svo skemmtilegur og virkilega fullnægjir áhorfandanum.
Friday
USA vs. Al-arian
Þessi mynd er eins og ísköld, blaut tuska, beint í andlitið! Það er sárt og maður verður reiður og maður vill hefna sín. Myndin fjallar um fjölskyldufaðir sem er stungið í steininn fyrir grun um að vera hryðjuverkamaður. Hann er búinn að búa í Bandaríkjunum í u.þ.b 30 ár og er háskólaprófessor. Hann á konu og fimm börn þegar þetta gerist og myndin fjallar um þetta ferli og áhrifin á fjölskylduna. Í gegnum alla myndina skýn sakleysi mannsins í gegn. Hann er, eftir þrjú ár, dæmdur saklaus í öllum liðum ákærunnar en er samt ekki sleppt úr haldi.
Myndin er eðalheimildamynd. Flæðið er gott og það heppnast einstaklega vel að koma tilfinningunum til skila. Myndin hlaut titilinn besta heimildamyndin á norsku panoramahátíðinni og fékk einnig tilnefningu til bestu myndarinnar.
Myndin er eðalheimildamynd. Flæðið er gott og það heppnast einstaklega vel að koma tilfinningunum til skila. Myndin hlaut titilinn besta heimildamyndin á norsku panoramahátíðinni og fékk einnig tilnefningu til bestu myndarinnar.
Heimildamyndirnar
Jæja.. Þetta reddaðist allt saman og ég fór í bíó á þriðjudaginn síðasta. Ég fór að sjá heimildamyndapakkann sem byrjaði klukkan þrjú. Ég verð að segja að ég varð fyrir smávægilegum vonbrigðum en þótti þó hin fínasta skemmtun.
Mér fannst "Magapína" frekar furðuleg mynd. Hún var þó fræðandi. Mér fannst sérlega skrýtið að sjá lækninn grauta í magainnihaldi beljunnar með berum höndum inn um gat á síðu beljunnar. Hún var stutt og þægileg.
"Sagan af Holger Cahill" var fínasta mynd. Hún var frekar í lengri kantinum en mjög merkileg. Mér finnst alveg magnað að íslendingur skuli hafa haft svona djúpstæð áhrif á myndlist í Bandaríkjunum. Myndin var virkilega áhugaverð þó hún hafi verið langdregin.
Mér fannst "Ketill" sísta myndin. Hún var langdregin og frekar innihaldslítil fannst mér. Reyndar var viss léttur blær yfir henni sem mér fannst hafa góð áhrif. Myndin sagði ekki nóg frá manninum fannst mér. Maður fékk á tilfinninguna að hann væri létt-klikkaður en ég velti því fyrir mér alveg frá byrjun myndarinnar af hverju hann hefði atvinnu.
"Kjötborg" var tvímælalaust besta myndin. Hún var hlý og þægileg og viss sorgarandi var yfir myndinni. Ótrúlegt fannst mér að sjá hvað það er mikill munur á þessari persónulegu þjónustu sem var svo mikið áður og þeirri þjónustu sem maður er vanur í dag. Það er haf og himinn á milli þessa hlýlega viðmóts og útlendingunum í 10-11 sem kunna ekki orð í íslensku nema "strimilinn?" og "nótu?".
Mér fannst "Magapína" frekar furðuleg mynd. Hún var þó fræðandi. Mér fannst sérlega skrýtið að sjá lækninn grauta í magainnihaldi beljunnar með berum höndum inn um gat á síðu beljunnar. Hún var stutt og þægileg.
"Sagan af Holger Cahill" var fínasta mynd. Hún var frekar í lengri kantinum en mjög merkileg. Mér finnst alveg magnað að íslendingur skuli hafa haft svona djúpstæð áhrif á myndlist í Bandaríkjunum. Myndin var virkilega áhugaverð þó hún hafi verið langdregin.
Mér fannst "Ketill" sísta myndin. Hún var langdregin og frekar innihaldslítil fannst mér. Reyndar var viss léttur blær yfir henni sem mér fannst hafa góð áhrif. Myndin sagði ekki nóg frá manninum fannst mér. Maður fékk á tilfinninguna að hann væri létt-klikkaður en ég velti því fyrir mér alveg frá byrjun myndarinnar af hverju hann hefði atvinnu.
"Kjötborg" var tvímælalaust besta myndin. Hún var hlý og þægileg og viss sorgarandi var yfir myndinni. Ótrúlegt fannst mér að sjá hvað það er mikill munur á þessari persónulegu þjónustu sem var svo mikið áður og þeirri þjónustu sem maður er vanur í dag. Það er haf og himinn á milli þessa hlýlega viðmóts og útlendingunum í 10-11 sem kunna ekki orð í íslensku nema "strimilinn?" og "nótu?".
Sunday
Vandræði
Jæja þá er komið að því.. fyrsta heimavinna vetursins var ekki erfið (veturinn byrjar vel!). Þar sem ég átti nú þegar Google account þurfti ég ekki að ganga í gegn um nema tvö skref af og bloggið var komið upp.
En já.. ég er í smávægilegum vandræðum. Ég er búinn að festa sumarlaunin í sparnaði og er búinn með peninginn sem ég ætlaði mér að eiga út þennann mánuð. Þar sem heimavinnann krefst tíma og peninga þá sé ég varla fram á að geta farið á eina einustu mynd. Öll von er þó ekki úti enn.. það ætti að vera hægt að redda einhverjum pening. Ég var ánægður með að sjá að íslensku heimildamyndirnar eru sýndar aftur á þriðjudaginn. Þær vöktu mestann áhuga hjá mér af myndunum á listanum. Það gæti verið að myndirnar frá Cannes séu góðar og ef aðstæður leyfa þá kíkji ég á þær.
En já.. ég er í smávægilegum vandræðum. Ég er búinn að festa sumarlaunin í sparnaði og er búinn með peninginn sem ég ætlaði mér að eiga út þennann mánuð. Þar sem heimavinnann krefst tíma og peninga þá sé ég varla fram á að geta farið á eina einustu mynd. Öll von er þó ekki úti enn.. það ætti að vera hægt að redda einhverjum pening. Ég var ánægður með að sjá að íslensku heimildamyndirnar eru sýndar aftur á þriðjudaginn. Þær vöktu mestann áhuga hjá mér af myndunum á listanum. Það gæti verið að myndirnar frá Cannes séu góðar og ef aðstæður leyfa þá kíkji ég á þær.
Subscribe to:
Posts (Atom)